Eflandi helgarnámskeið fyrir konur með Carolyn Cowan 22.-23. nóvember
Hvar stöndum við sem konur á 21.öld? Hvernig getum við látið í okkur heyra, gert okkur sýnilegar og byggt upp kraft- og staðfestu innra með okkur – án þess að finna til reiði, án þess að skammast okkar og án þessa að reyna að vera eitthvað annað en við erum í raun og veru? Án þess að reyna að vera eins og karlmenn eða reyna að vera fullkomnar.
Þessa helgi ætlum við að kafa í hlutina, fara í gegnum hindranir og finna okkar eigin leið til að umbreytast og vaxa. Við skoðum hvernig við upplifum okkur sjálfar, fortíð okkar og karmískar hindranir, bæði sem einstaklingar og í menningu okkar.
Við styðjumst við tækni og hugleiðslu úr Kundalini jóga til að sjá hvernig við getum frelsað okkur sjálfar, stigið út úr þægindarammanum og séð alla þá valkosti sem í boði eru.
Hver þátttakandi kemur út af námskeiðinu með sína persónlegu umbreytingaráætlun.
Carolyn Cowan hefur kennt kundalini jóga síðan árið 1998. Hún sérhæfir sig í að kenna jóga fyrir konur, meðgöngujóga, að ná tökum á fíkn. Hún vann sem doula í 3 ár og hefur sérhæft sig í því að ná tökum á ótta og verkjum í fæðingu. Hún starfar einnig sem kynlífs- og sambandsráðgjafi. Hún hefur gefið út fjölda farsælla DVD diska um kundalini jóga.
Carolyn er þekkt fyrir að góðan árangur við að aðstoða fólk í að ná markmiðum sínum í gegnum jóga. Hún hefur einstakt lag á því að lyfta nemendum sínum á hærra stig og býr yfir miklum persónutöfrum. Carolyn hefur sinn einstaka stíl í kennslu og getur miðlað af eigin reynslu varðandi það hvernig kundalini jóga getur hjálpað okkur að vinna úr fortíðinni og hreinsa tilfinningalegar stíflur. Hún á heima í Suður London ásamt börnunum sínum tveimur.
“Carolyn er mjög öflugur og áhrifamikill kennari. Hún er hefur mikla og víðtæka reynslu sem hún deilir af ástríðu og hrífur mann auðveldlega með. Ef við erum að leita að víðari sýn á lífið eða viljum öðlast meiri persónulegan kraft þá mæli ég hiklaust með þessu námskeiði það mun gefa margfalt af sér til okkar og annarra í kringum okkur. Ég ætla allavega aftur!”
Guðrún Theodóra Hrafnsdóttir
Laugardag og sunnudag kl 9-17.
Námskeiðið kostar 33.000 – og 29.000 fyrir þá sem staðfesta fyrir 20. nóvember