undir leiðsögn gestakennarans Siri Gopal sem kemur til okkar alla leið frá Los Angeles
Námskeiðið verður helgina 31. janúar- 1. febrúar og hentar bæði fyrir jógakennara og heilara sem vilja læra að virkja heilunarmátt gongsins.
Laugardagur: Kl 9-15 Gong námskeið.
Kl. 15.15-17.15 Jógatími og löng gongslökun
Sunnudagur: Kl 9- 15 Gong námskeið
Gong er stundum nefnt „hið heilaga Gong“. Það getur hjálpað fólki að öðlast heilun og innri frið. Í hvert skipti sem Gong er spilað af vitund og virðingu öðlast nemandinn/ hlustandinn samband við nýja vídd innra með sér. Hver gongtími veitir heilun og skapar skilning sem nær mun dýpra en hugurinn og mannleg heyrn geta náð. Siri Gopal kennir bæði byrjendum og fólki sem hefur sótt Gong heilun reglulega. Hver Gong tími gefur tækifæri að hlusta dýpra og vekja náðargjöf hljóðsins innra með okkur sjálfum og öðrum. Við erum öll hljómur eða tíðni. Alheimurinn er heimur hljóðsins og Gong endurspeglar hljóð alheimsins.
Siri Gopal Singh hefur kennt Kundalini jóga í 10 ár. Hann nýtir þekkingu sína sem Kundalini jóga kennari og styðst auk þess við aðrar leiðir til að vekja heilunarmátt líkamans. Hann notar Reiki, jóganudd, hláturjóga og talnaspeki. Siri Gopal hefur hjálpað bæði börnum og framhaldsskólanemendum, bankastjórum, eldri borgurum og vinnandi fólki. Hann notar innsæi, traust og hreinskilni til að hjálpa fólki að finna kjarnann sinn.
Meira um Gong:
Þegar við spilum á Gong erum við að búa til slakandi og heilandi rými fyrir þann sem hlustar. Við hjálpum orkunni að flæða gegnum efni, gegnum kerfin þín og hugann og framköllum þannig heilun, umbreytingu og endurvakningu á lífi í okkur. Gong er verkfæri jógans til að búa til hugleiðsluástand / rými. Að spila á gong er mikil hugleiðsla.
Hljómur gongsins er endurómur. Hljóð án landamæra – þar sem töfrarnir gerast. Gong er besta leiðin til að gera við skemmt taugakerfi og til að kalla sálina aftur inn eftir mikla lyfjanotkun
Ef þú ert í návist Gongs sem er vel spilað á þá er það eins og himnaríki á jörðu. Það virkar eins og möntrur sem stilla tíðni hugans. Gong gerir það í stærra rými. Það er eins og líkaminn verði eitt eyra. Við tökum inn tíðni gongsins alls staðar. Þetta gefur huganum frí frá masinu og við fáum andrými. Það skapast algjör kyrrð -aftur og aftur. Shunya. Alger kyrrð.
“Sá sem spilar á gong spilar á alheiminn. Allt hljóð – allt kemur úr gongi. Hljóð sköpunarinnar.” Yogi Bhajan