Styrkur og gleði í Andartakinu

1654087_10152208216243895_1655047304_n Jógafræðin kenna okkur að fyrsta skrefið í átt að hamingju er skuldbinding. Skuldbinding við það besta í okkur sjálfum – flest okkar höfum á einhvern hátt skuldbundið okkur á röngum forsendum. Sem börn mættu flest okkar einhvers konar mótlæti sem varð til þess að við sköpuðum okkur viðhorf sem þjóna okkur ekki endilega í dag. Þess vegna erum við ekki alltaf að lifa því lífi sem okkur dreymdi um. Til að leiðrétta þessa skekkju þurfum við að byrja upp á nýtt og fara að næra okkur sjálf. Það þurfa ekki endilega að vera stórar breytingar – því litlar breytingar hafa margföldunaráhrif út í lífið. Hamingjan er innri vinna og þakklæti er forsenda hamingjunnar.

Á fimmtudaginn var hófst nýtt námskeið: Styrkur og gleði í Andartakinu. Enn er hægt að bætast í hópinn og vera með.

Á þessu námskeiði verður farið dýpra í TILGANGINN MEÐ ÞVÍ AÐ GERA JÓGA – með áherslu á GLEÐI og það að NJÓTA ÞESS SEM JÓGAIÐKUNIN GEFUR OKKUR.

Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl 18.45. Sjá nánar um námskeiðið hér

Comments are closed.