Vertu meistari huga þíns

Dagmar.2Á námskeiðinu skoðum við hvernig kundalini jóga og hugleiðsla geta hjálpað okkur að umbreyta gömlum mynstrum innra með okkur, að sleppa því sem þjónar okkur ekki og skapa okkur nýjar og uppbyggjandi venjur. Námskeiðið er jafnt fyrir vana og óvana iðkendur.

Hugleiðsla:

  • Hjálpar okkur að tengja við innsæið okkar
  • Þróar hlutlausa hugann
  • Eykur vellíðan og ró
  • Brýtur upp venjur og gömul mynstur
  • Hreinsar undirvitundina
  • Skýrir hugann og færir okkur í núið

Við lifum í heimi andstæðna og hugmynda sem togast á. Á ég að fara eða vera? Taka þessa eða hina ákvörðunina? Konur eða karlar – hægri eða vinstri. Lífið getur ekki verið til án þessara andstæðna en við getum lært að hefja okkur upp fyrir þær og styrkja hlutlausa hugann – sem hjálpar okkur að sjá heildarmyndina. Við getum ræktað kyrrðina innra með okkur og sambandið við hugann – svo við getum verið meistarar okkar eigin huga en ekki þrælar hans. Við getum lært að hlusta með fullri athygli – bæði á okkur sjálf og aðra svo við getum átt innihaldsrík samskipti.

Á undan gerum við léttar jógaæfingar og öndunaræfingar til að undirbúa hugleiðsluna.

“Hugurinn verður óviðráðanlegur þegar hann fær að ráða. Hugurinn er sem engill þegar hann þjónar þér. Allt veltur á huganum.” Yogi Bhajan

“Hugleiðsla er þegar hugurinn verður alveg hreinn og móttækilegur og óendanleikinn talar.” Yogi Bhajan